top of page

Það er ekki flókið né erfitt að koma í faðm Guðs

  • Writer: Sólveig Katrín Jónsdóttir
    Sólveig Katrín Jónsdóttir
  • May 1, 2022
  • 2 min read


Þú þarft ekki dularfullar vígslur til að tengjast honum. Þú þarft ekki að leysa lífsgátuna í gegnum miðluð orð og þúsundir bóka. Þú þarft ekki flókin námskeið. Þú þarft ekki að borga fyrir það í gegnum námskeið gúrúa sem þykjast hafa svarið. Þú þarft ekki að tengjast andlega heiminum, í gegnum leiðbeinendur eða hlaða niður upplýsingum frá ,,ljósinu,,. Þú þarft ekki að hugleiða á hverjum degi. Þú þarft ekki að uppljómast til að tengjast Guði. Þú þarft ekki að hækka tíðnina þína. Þú þarft ekki að hreinsa skuggana þína. Þú þarft ekki að sameinast skugganum þínum. Þú þarft ekki að finna einingarvitund. Þú þarft ekki að halda að allir séu þú. Þú þarft ekki að losna við hugann þinn. Þú þarft ekki að losa egóið þitt. Þú þarft ekki að draga til þín allt sem þú þráir. Þú þarft ekki að reyna að halda þér í ljósinu. Þú þarft ekki að passa þig á þungum tilfinningum sem draga þig niður. Þú þarft ekki að fara með þúsund möntrur. Þú þarft ekki að sjá fyrir þér fullkomna lífið og fara með jákvæðar staðhæfingar á hverjum degi.

Þú þarft ekki að endurfæðast þúsund sinnum til að hreinsa fyrri mistök.

Þú þarft ekki að vinna fyrir því með verkum þínum. Þú þarft ekki alla þessa vinnu til að nálgast Guð.


Guð er með opinn faðminn fyrir þig alltaf


Þú getur mætt honum í dag, núna

Þú þarft ekki að vera fullkominn.

Þú mátt vera nákvæmlega á þeim stað sem þú ert.

Þú mátt vera ófullkomin.

Þú mátt hafa gert ranga hluti

Þú mátt vera syndug

Þú mátt vera týnd

Þú mátt hafa erfiðar tilfinningar

Þú mátt vera brotin

Þú mátt vera veik

Þú mátt vera mannleg

Þú mátt vera nákvæmlega þú sjálf eins og Guð skapaði þig


Við erum mannleg, breysk og ófullkomin


Það er svo gott að sleppa takinu, gefa eftir, við erum ekki dæmd vegna verka okkar


Þú mátt vera nákvæmlega á þeim stað sem þú ert.


Hann elskar þig eins og þú ert, því hann skapaði þig nákvæmlega eins og þú ert.


Hann lofar þér opinn faðminn því hann elskaði þig fyrst áður en þú elskaði hann. Hann leitar allra týnda sauða sinna og fagnar þeim þegar þeir taka við opna faðminum. Leitið og þér munuð finna, bankið og yður mun upplokið verða. Það er svo einfalt.


Hann býður okkur náðargjöf sem er trúin ein og með því að iðrast synda okkar og fallvaltleika fyrirgefur hann okkur allt. Hann hvítþvær okkur með blóði sínu, því hann fórnaði sér fyrir syndir okkar. Hann dó fyrir okkur og því er það fullkomnað eins og hann sagði á krossinum. Við þurfum ekki að fórna neinu, þar sem fórnin er nú þegar færð í gegnum dauða hans og krossinum. Hann sigraði dauðann fyrir okkur. Hann gerði þetta fyrir börnin sín. Til að beina brautina til sín.

Það er nú þegar fullkomnað. Það er nú þegar gert.


 
 
 

Comments


Um Líf í Kristi

Mig langar að leyfa þessari síðu að vera Guði til dýrðar, beina sjónum að fagnaðarboðskap Jesú. Hjálpa fólki að öðlast trú sem færir von, gleði, fegurð og kyrrð í hjarta. Megi orðin og boðskapur á þessari síðu rata í frjósaman jarðveg til vaxtar og þroska.

#lifikristi

Posts Archive

Keep Your Friends
Close & My Posts Closer.

Thanks for submitting!

  • Twitter
  • Facebook
  • Instagram

© 2023 by by Leap of Faith. Proudly created with Wix.com

bottom of page