Kærleikur Guðs
- Sólveig Katrín Jónsdóttir
- Jun 3
- 2 min read
Kærleikur Guðs- Hugleiðing

Guð elskar þig skilyrðislaust meira en þú getur ímyndað þér.
Meira en foreldrar elska barn sitt, og það er mikil ást. Okkar jarðneska ást nær ekki að skilgreina guðlegan kærleika sem skaparinn ber til þín.
Við erum sköpuð í hans mynd, við erum gædd góðum gáfum, fegurð og hæfileikum sem birta eðli Guðs, skapara okkar.
Hann hefur áætlun fyrir líf okkar í konungsríki hans.
Allt það fallega sem til er, er frá honum, föður ljósanna, skapara himins og jarðar.
Hann er hinn fullkomni faðir sem elskar og er með opinn faðminn.
Hann býður í þolinmæði og hefur gert í öll þessi ár.
Hann þráir að þú takir við honum og viljir samband við Guð föður þinn.
Hann kom í holdið og birti sig í gegnum son sinn Jesú Krist
Hann kom til að frelsa þig og boða leiðina til sín
Hann kom til að brúa gjánna milli þín og hans
Hann dó fyrir þínar syndir og leysti þína hlekki
Þú þarft bara að taka á móti þessari gjöf og ganga yfir til hans
Blóð hans leysti þig úr ánauð synda.
Hversu fjarlægur sem þér finnst þú vera frá Guði þá ertu sett frjáls núna eins og þú ert, þegar þú kemur til hans með einlægt hjarta.
Hann er einni bæn í burtu
Hann boðar nýjan og lifandi veg
,, Vegna þess að Jesús úthellti blóði sínu megum við nú, systkin, með djörfung ganga inn í hið heilaga. Þangað vígði hann okkur veginn, nýjan veg lífsins inn í gegnum fortjaldið sem er líkami hans. Við höfum mikinn prest yfir húsi Guðs.
Göngum því fram fyrir Guð með einlægum hjörtum, í öruggu trúartrausti, með hjörtum sem hreinsuð hafa verið og eru laus við meðvitund um synd, og með líkömum sem hafa laugaðir verið í hreinu vatni. (Hebreabréfið 10.19-22)
Comments