Upphafið

Leitin að svari
Í leit minni af Guði endaði ég þar sem ég byrjaði. Hjá Jesú Kristi. Í minningunni var ég með sterka barnatrú og fann fyrir hendi Guðs þegar ég var lítil, mér fannst ég finna fyrir verndarhendi hans alltaf rétt áður en ég sofnaði og ég var alviss í minni sannfæringu að Guð var hjá mér. Ég man einnig eftir draumi þegar ég var ca. 9 ára þegar ég dreymdi Jesú uppá hæð þar sem ég lék mér oft á sleða og hann var þar og eldingu laust fyrir ofan hann. Ég gleymi aldrei þessum draumi.
Síðan kemur inn forvitni fyrir öðrum heimum og geimum og ég gleypti í mig allt sem varðar andleg málefni, las um miðla, yfirskilvitlega hæfileika, jógaheimspeki osfrv. Þessi leit byrjaði snemma í kringum unglingsaldurinn og ekkert slökkti þekkingarþorsta minn. Ég las allt sem ég komst yfir um andaheima, spírítísta, yogafræði-hinduisma, búddisma. Um tvítugt lærði ég síðan andlega heilun og nam guðspeki Alice Bailey ofl. Og um 10 árum seinna lærði ég síðan shamanisma sem ég kenndi í um 8 ár.
Þessi vegferð mín um andans viskubrautir og ólíkar hefðir endaði svo aftur heim í Kristi eftir andlega upplifun, trúarleg upplifun sem ég varð fyrir um vorið 2021. Það var í andlegu innra ferðalagi þar sem andi Guðs leiddi mig aftur Heim. Hver og einn á sína einstöku sögu og andlegur leiðangur okkar er jafn ólíkur og fólk er margt. En einfaldleiki boðskap Jesú og orð hans að hann er vegurinn, sannleikurinn og lífið finn ég enduróma í merg, beini sál minni og anda. Ég trúi á einn Guð og þar sameinast þríeining Guðs í Jesú Kristin og heilögum anda. Ég þarf ekkert að leita lengur ég er heima og þar finn ég kyrrð og frið. Kyrrð og frið sem ég var örugglega að leita að allt mitt líf.
Ég er líka þakkklát fyrir mitt ferðalag, þakklát fyrir hvernig indjánafræðin kenndu virðingu fyrir jörðinni og öllu sem lifir, þekkingu á gjöfum náttúrunnar. Gjöfum sem ég veit eru sköpuð af almættinu. Fegurð náttúrunnar er engin tilviljiun en það er skaparinn sem við þurfum að vera í þakkarskuld við. Allt hefur hann skapað með máttarhendi sinni. Einnig er ég þakklát fyrir fólkið sem ég kynntist á þeirri vegferð.
Í Kristi er fullkomin fyrirgefning og þar erum við hvítþvegin af allri synd. Allir eru velkomnir, því við öll erum jöfn, öll erum við Guðs börn við þurfum bara að taka á móti honum. Hann er fyrir alla, alla sem er sköpuð á þessari jörð, þvi Guð er einn og almáttugur andi sem er kærleikur. Hann tekur á móti týndum sauðum sínum og gleðst yfir þeim sem finnur hann, því leitið og þér munuð finna, bankið og yður mun upplokið verða.
Megi skrif mín vekja þig til vitundar um Guð sem er okkar allra. Skapara alls sem er og megi það verða honum til dýrðar og megi hann einnig leiða þig Heim í systra og bræðralag í Kristi.
Með kærleika og vinsemd
Reykjavík, 3.apríl 2022, Sólveig Katrín