

Líf í Kristi
Persónuleg vegferð til trúar, vonar og kærleika
hugleiðingar
Um Líf í Kristi
Velkomin á síðuna mína
Líf í Kristi
Sæl ég heiti Sólveig Katrín og hef ávallt brunnið fyrir andlegum málum og andlegri vegferð mannsins. Ég hef mikinn áhuga á fólki og að vinna með fólki að andlegu jafnvægi og þroska. Trúin er mér dýrmætt veganesti í lífinu og er ég þakklát fyrir að hafa öðlast lifandi trú á Jesú Krist vorið 2021, eftir áralanga andlega leit úr ólíkum áttum og hefðum.
Ég er menntaður kennari BE.d úr KHÍ og með meistarapróf, MSc í listmeðferð (art therapy) frá Queen Margaret University í Edinborg. Ég klára meistarapróf í djáknafræðum úr guðfræðideild HÍ, vor 2026 og diploma nám í sálgæslufræðum júní 2026.
Ég hef starfað sem listmeðferðarfræðingur í 20 ár og unnið með börnum, unglingum og fullorðnum á ólíkum sviðum, innan Landspítalans Klepps, BUGL, átröskunardeild, ásamt stofurekstri frá árinu 2005.
Þessi síða er hugleiðingar mínar um trúna og vöxtinn til Krists. En það að líkjast Kristi er vaxtatakmark sérhvers kristins manns (Efesusbréf 4). Megi orð Guðs leiða okkur veginn.

Innblástur
Jesús segir: ég er hinn eini sanni vínviður og faðir minn er vínyrkinn.. Verið í mér, þá verð ég í yður. Greinin getur ekki borið ávöxt af sjálfum sér nema hún sé á vínviðnum. Eins getið þér ekki heldur borið ávöxt nema þér séuð í mér. Ég er vínviðurinn, þér eruð greinarnar. Sá ber mikinn ávöxt sem er í mér og ég í honum en án mín getið þið alls ekkert gert.






