top of page

Samband Guðs og manns

  • Writer: Sólveig Katrín Jónsdóttir
    Sólveig Katrín Jónsdóttir
  • Apr 3, 2022
  • 4 min read

Updated: Apr 9, 2022

Syndafallið og fagnaðarerindið





Guð skapaði alheiminn, ásamt allt sem í honum er, stjörnurnar, tunglið, sólina og jörð ásamt manninn í sinni mynd. Alheiminn þenur hann út eins og væng. Fingur Guðs eru náttúruöflin, eldur, jörð, loft og vatn. Guð er hinn almáttugi Andi.


Skapandi neisti og lífsafl eldsins færði alheiminn út, hver fruma fjölgar sér með eldkrafti atómanna og skapar fram nýtt líf. Lífgefandi vatnið flæðir um allt og nærir allt líf. Andadráttur Guðs gaf okkur lífsandann og allt sem á jörðu andann dregur. Jörðin ber í sér frækorn lífsins, sem endurnýjar sköpunina í gegnum rythma árstíðanna. Elementin eru fingur Skaparans að verki í sköpuninni. Guð elskar börnin sín og allt sköpunarverkið. Í upphafi var það gott, það var blessað. Við vorum sköpuð til að ganga í einingu með Guði okkar í Paradís. Allt var i einingu, allt var í fegurð, engin skömm, engin ótta, engin synd, ekkert illt.


Í sköpunarsögunni um Adam og Evu kemur fram sögnin um syndafallið, hvernig sköpunin óhlýðnaðist Guði. Hvernig hið illa, hinn fallni engill sem ofmetnaðist, vildi verða æðri Guði, Lucifer/Satan birtist í snáknum í Eden, sem tældi Evu með fyrstu blekkingunni,, ef þú tekur bita af tré þekkingarinnar, þá verður þú sem Guð”. Maðurinn féll og vildi verða sem Guð. (Luciferianism) Skömmin tók við og Adam og Eva földu sig frá Guði og sáu nekt sína. Þau höfðu óhlýðnast Guði, gjáin milli manns og Guðs skapaðist og við féllum frá Paradís.

Tvíhyggjan varð til og hið illa fann sinn stað á jörðu sem í andaheimi. Í sögunni um Kain og Abel, sést hvernig syndin náði yfirhöndinni og Kain drap bróður sinn af afbrýðissemi. Við höfum frjálst val að velja Guð eða hafna honum. Okkur er gefinn frjáls vilji.


Þrátt fyrir synd mannsins og óhlýðni þá elskaði Guð ávallt börnin sín og í gegnum hjartahreina, auðmjúka þjóna Drottins talaði hann til barna sinna og var í beinu sambandi við Abraham, Móse ofl. sem m.a. kom með lögmálið, til að mennirnir geti lifað í réttlæti og hreinleika líkt og var ávallt áætlun Guðs fyrir manninn. Þar koma boðorðin fram eins og þú skalt elska Drottinn, Guð þinn af allri sálu þinni, og hjarta og elska sjálfan þig eins og náungann þinn, heiðra skaltu foreldra þína, ekki drepa, ekki ljúga, ekki girnast aðra gifta menn/konur osfrv. Einföld skilaboð um rétta breytni sem mennirnir hafa í gegnum söguna margbrotið.


Allir bera syndina, við erum mennsk, flestir hafa sagt ósatt, ekki komið hreint fram við foreldra sína, gleymt Guði, dýrkað heiminn og það sem í honum er osfrv. Við erum öll syndug. Það er bara í eðli mannsins. Enginn er svo heilög manneskja að vera syndlaus. Við erum sem betur fer flest góðhjörtuð og viljum vera góðar manneskjur, erum kærleiksrík og fallegar yndislegar sálir sköpuð í guðsmynd. En syndin er samt í okkur öllum, en stundum viljum við kalla það mannlegan breyskleika, skugga, egó osfrv. En þetta er samt syndin sem allir bera, sem er gjáin milli okkar og Guðs.


Góðu fréttirnar eru að Guð vildi alltaf leiðrétta þessa gjá og vera í beinu sambandi við okkur, því Guð er miskunnsamur og kærleikskríkur. Guð er kærleikur og elskar okkur öll.

Guð var með áætlun frá upphafi að tengja okkur aftur við sig, byggja brú milli Guðs og manns og sú brú var sonurinn Jesús. Þúsundum árum fyrir fæðingu hans á tímum spámannana, á tímum Móse 2000-600 árum fyrir Krist komu fram spádómar um komu hans. Um 400 spádómar finnast um komu hans þar, frá fyrstu sögnum, og einnig í spádómum Jesaja, Jeremía, Ezekiel ofl. (Gamla testamentið). Spádómar um lambið sem ber synd heimsins og mun frelsa heiminn. Mennirnir þekktu hann ekki, en heyrðu um hann. Fólk afvegaleiddist og hætti að hlusta eða trúa á Guð, mennirnir sköpuðu sin eigin trúarbrögð og mannaspeki og fóru frá Guði. En þrátt fyrir allt kom Hann, orðið varð Hold. Guð birti sig í gegnum soninn Jesú. Því að svo elskaði Guð heiminn að hann gaf son sinn eingetinn til að hver sem á hann trúir öðlist eilíft líf.


Jesús er sannur, hann er lifandi Guð, sonurinn sem birti föðurinn. Faðirinn og sonurinn eru eitt. í Í ritningunni stendur ,,enginn kemst til Guðs nema í gegnum soninnn (Jóh 14.6). Jesús segir ,, ég er vegurinn sannleikurinn og lífið”. Hver sem á mig trúir öðlast eilíft líf”. Jesús er friðþæging fyrir syndir okkar, hann hreinsar, hvítþvær okkur með blóði sínu. Hann verndar okkur og blessar. Hann er fyrir okkur öll, við erum öll börn Guðs, enginn er svo langt leiddur að honum sé ekki fyrirgefið. Því Jesú dó fyrir syndir okkar og hann fyrirgefur okkur.


Jesú sigraði syndina og hið illa á krossinum, svo að þú getir öðlast frelsi fyrir hann og í honum. Hann tók syndir heimsins á sig í gegnum sínar kvalir á krossinum. Hann sigraði dauðann í upprisu sinni Svo þú getur átt eilíft líf og beint samband við Guð þinn, skapara þinn og risið upp með honum. Í því sambandi og með trú á Jesús endurfæðist þú og deyrð hinum gamla manni. Með upprisu Jesú, sigraði hann bæði hið illa og dauðann. Með Kristi rís þú upp til eilifs lífs, og leitast eftir að lifa í réttlæti og náungakærleika.


Náð Guðs er fyrir okkur öll, við þurfum bara að bjóða honum inn í hjarta okkar, biðja hann að fyrirgefa syndir okkar. Beint samband milli þín og Guðs er einni bæn í burtu, í einlægni hjarta þíns nálgast hann þig. Með orði sínu uppörvar hann þig og sýnir þér sannleikann um Guð.


,,Sælir eru hógværir því þeir munu jörðina erfa.

Sælir eru miskunnsamir því að þeim mun miskunnað verða.

Sælir eru hjartahreinir því þeir munu Guð sjá “

Sælir eru friðflytjendur því að þeir munu Guðs börn kallaðir verða. Jesús Matt.1.5-9


Megi friður og kærleikur Guðs ríkja innra með þér.


 
 
 

Comentários


Um Líf í Kristi

Mig langar að leyfa þessari síðu að vera Guði til dýrðar, beina sjónum að fagnaðarboðskap Jesú. Hjálpa fólki að öðlast trú sem færir von, gleði, fegurð og kyrrð í hjarta. Megi orðin og boðskapur á þessari síðu rata í frjósaman jarðveg til vaxtar og þroska.

#lifikristi

Posts Archive

Keep Your Friends
Close & My Posts Closer.

Thanks for submitting!

  • Twitter
  • Facebook
  • Instagram

© 2023 by by Leap of Faith. Proudly created with Wix.com

bottom of page