top of page

Úr myrkrinu í ljósið

  • Writer: Sólveig Katrín Jónsdóttir
    Sólveig Katrín Jónsdóttir
  • Dec 13, 2022
  • 3 min read

Guð er hið sanna ljós heimsins, í honum er enginn skuggi né myrkur. En við mennirnir erum fallvölt og með ljós og skugga í okkur. Ljósið er allar þær góðu gjafir sem við höfum þegið frá föðurnum, sköpunargjafir, kærleikurinn, hæfileikar ofl. Skugginn í okkur er syndin sem aðskilur okkur frá Guði.

Við erum ekki Guð, en líf Guðs höfum við innra og falleg sköpunarverk hans erum við. Hann skapaði okkur í sinni mynd. Hann vill að við þekkjum hann. Þess vegna sendi hann son sinn Jesú í heiminn til að brúa bil milli Guðs og manns og leysa okkur undir byrðum syndar.


Það eru lögmál í heiminum, við þekkjum þau helstu og finnum fyrir þeim daglega. Til dæmis þyngdaraflið, annað er tíminn, nótt og dagur, árstíðaskipti. Náttúrulögmál sem lúta ákveðnum rytma og reglum. Við getum ekki breytt þessum lögmálum sköpunarinnar þó við ákveðum t.d. að trúa ekki á þau.

Guð gaf okkur mönnunum líka andleg lögmál hvernig réttlæti og réttsýni líta út. Hann gaf okkur lög sem stundum eru eins og óskráðar reglur í mannlegri breytni, að stela ekki, ekki drepa, ekki girnast konu annars osfrv. Þetta er skrifað í samvisku okkar, hjarta okkar, munur á góðu og illu og útfrá þessum lögmálum er t.d. vestræn menning og réttarkerfi byggt.


Það er enginn uppkomin manneskja sem fer í gegnum lífið án þess að brjóta eitt af þessum andlegu lögmálum. Eitt af þeim mikilvægustu var að elska Guð föður okkar, af öllu hjarta, sálu og huga. Gerum við það? Við erum manneskjur sjálfshyggju og mennirnir hafa ávallt verið í uppreisn gegn Guði, frá því að manneskjan fékk frjálsan vilja. Það er ritað í sögninni um Adam og Evu og þar áður í sögunni um fallna engilinn Lucifer sem féll vegna drambs og hroka og kallast nú konungur jarðar, Satan.

Syndin er fylgifiskur mannsins og enginn er syndlaus hér á jörð. Í lögmálum Guðs er afleiðing syndar dauði. Með syndinni kom dauðinn, illskan, ljótleikinn í heiminn. Þannig lifum við á jörð þar sem gott og illt ríkir vegna syndar mannana og anda illsku.


Guð er heilagur, réttlátur og miskunnsamur og sýndi verk sín og persónu sína í gegnum soninn Jesú Krist. Guð varð hold í gegnum soninn. Hann er frelsari en einnig dómari og mun dæma lifendur og dauða.

Lögmál Guðs eru óskeikul og réttlát og þar sem afleiðing syndar er dauði þá bíður allra eilífur dauði samkvæmt lögmáli Guðs. En Jesú kom í heiminn til að taka okkar dóm á sínar herðar. Hann afnam gamla lögmálið og gaf okkur náð. Það er náðargjöf Jesú Krists með verki hans á krossinum. Hann dó fyrir syndir okkar allra.

Ef þú trúir þessu og viðurkennir að Jesú er Guð sem dó fyrir syndir þínar, reis uppá þriðja degi, sigraði dauða og synd. Þá ertu komin undir hans verndarvæng. Hann hefur borgað þína skuld. Þína skuld sem er eilífur dauði, aðskilnaður frá Guði vegna syndar þinnar. Vilt þú taka við þessari gjöf? Viltu færast frá lögmáli Guðs inn í náð hans? Það er okkar val.


Það er ekkert annað sem borgar synd okkar og losar okkur við skuggann okkar, engin góð verk, hugleiðslur, ritual, seremóníur, vígslur, ekkert sem greiðir það gjald nema taka við verki Jesú á krossinum.

Enginn getur stigið upp til Guðs á eigin verkum, í eigin mætti, enginn samkvæmt orði Guðs.

Þetta varðar lögmál Guðs og lögmál Guðs eru óskeikul. Ef þú værir í réttarsal fyrir morð, þá þyrftir þú að greiða fyrir þína sekt. Jesú Kristur hefur greitt fyrir þína sekt. Hversu smá þér finnst hún vera, en hver einasta synd er fjarlægð við heilagan Guð. Ef þú snýrð við, iðrast synda þinna þá fyrirgefur hann þér, því hann hefur þegar fyrirgefið þér.


Guð elskar þig svo mikið að hann gaf upp sitt líf fyrir þig, hann greiddi gjaldið. Hann sagði, Það er fullkomnað, á krossinum. Það er nú þegar gert það, eina sem þú þarft að gera er að átta þig á þessari gjöf og taka við henni. Hann hvítþvær þinn skugga og færir þig frá myrkri og dauða inn í eilíft ljós og ríki sitt.


Hugleiddu hvað Jesú gerði fyrir þig. Jesú sagði við Mörtu,, Ég er upprisan og lífið. Sá sem trúir á mig mun lifa þótt hann deyi. Og hver sem lifir og trúir á mig mun aldrei að eilífu deyja. Trúir þú þessu? (Jóh. 25.-27)

Þú ert elskuð/elskaður af þínum Skapara og hann þráir að taka við þér í sinn faðm. Náðargjöfin er að taka við honum, því Hann er sannleikurinn, vegurinn og lífið. Enginn kemur til Föðurins nema fyrir soninn.

Af því hann er sá eini sem fyrirgefur syndir, dó fyrir þína synd og sigraði dauðann

 
 
 

Comentarios


Um Líf í Kristi

Mig langar að leyfa þessari síðu að vera Guði til dýrðar, beina sjónum að fagnaðarboðskap Jesú. Hjálpa fólki að öðlast trú sem færir von, gleði, fegurð og kyrrð í hjarta. Megi orðin og boðskapur á þessari síðu rata í frjósaman jarðveg til vaxtar og þroska.

#lifikristi

Posts Archive

Keep Your Friends
Close & My Posts Closer.

Thanks for submitting!

  • Twitter
  • Facebook
  • Instagram

© 2023 by by Leap of Faith. Proudly created with Wix.com

bottom of page