top of page

Hugleiðing um Guð

  • Writer: Sólveig Katrín Jónsdóttir
    Sólveig Katrín Jónsdóttir
  • Mar 16, 2024
  • 3 min read

Updated: Oct 2, 2024




ree


Við lifum í dag i heimi þar sem úrval af öllu sem hjartað þráir stendur okkur til boða. Þar er einnig andlegheit og trú ekki undanskilin. Við getum valið úr andlegu hlaðborði úr öllum trúarhefðum manna og veljum það sem kitlar eyrun og hljómar vel og gert það að okkar trúarskoðun eða lífskoðun. En er einhver algildur sannleikur sem er hinn stóri sannleikur? Eða hafa allir rétt fyrir sér og eru margir sannleikar?


Það eru ákveðin lögmál í okkar heimi sem ákvarða sannleika eins og náttúrulögmál, orsök og afleiðing og fastar staðreyndir sem haggast ekki eins og 2 plús 2 gera fjóra. Það er ekkert sem haggar þessum lögmálum. Þannig að lögmál eru ákveðin fastur sannleikur í lífinu. Við fylgjum til dæmis árstíðarhjóli sem ekkert haggar og eftir dag kemur nótt osfrv. 

Segjum svo að ég sé að horfa á málverk og dást að sköpunarverkinu þá veit ég að það er listamaður bakvið þetta einstaka verk. Það varð ekkert til af sjálfu sér. Einnig dáist ég að náttúrunni og trúi því að einhver skóp þennan undraheim sem við búum í. Bakvið sköpunina býr skapari. Ekkert verður til af tilviljun einni saman. Það þarf samruna frumu og eggs til að móta nýja manneskju. Einhverntíma varð eitthvað til fyrst. Frumsköpunin varð til og hver kom því af stað?

Ég trúi því að bakvið þessi náttúrulögmál og hugvit er Skapari sem mótaði okkur í sinni mynd eins og segir í bókinni góðu. Ef það er rétt þá er rökrétt að lögmál Guðs sé æðst og yfir allri sköpun. Guð ætti því að vera hinn æðsti sannleikur og þá hinn eini sanni sannleikur.

Biblían er merkileg rit sem er samansafn rita sem var skráð fyrst fyrir 3000 árum og skráir lögmál Guðs, samband við skaparann frá upphafi og hvernig hann kom í þennan heim til að beina brautina aftur til sín. Andi Guðs hefur varðveitt þessi rit og sögulega og textalega hefur orðið varðveist í gegnum allar þessar aldir frá því orð Guðs varð skrásett til að við getum þekkt hann. 


Þar kemur einnig fram fráhvarfið frá einingu og persónulegu sambandi við þennan Skapara þegar mannskepnan ákvað að velja á milli góðs og ills og taka hinn forboðna ávöxt. En við það að óhlýðnast skaparanum féllum við frá sambandi við Guð og fórum okkar eigin leiðir og valið er ávallt okkar. Að velja milli góðs og ills og það val okkar er frjálst. En eftir stendur lögmál Guðs sem við getum hugleitt, að við getum valið að velja hann eða ekki. Að fara hans leið eða ekki. 2 plús 2 eru alltaf fjórir. Það er ekki 2 plús 1 gerir fjórir. Það er kannski hálfur sannleikur þar en dæmið gengur ekki upp. Það þarf alltaf að vera 100 % rétt tala báðum megin. Við getum ekki valið hálfan sannleikann.

Ef Guð er til og hann er Einn, þá er rökrétt að það sé bara ein leið til hans. Hann segist vera eina dyrnar til Guðs því hann er Guð. Hann er Kristur, það er enginn annar Kristur. Það er enginn annar sonur Guðs sem var sendur. Það er enginn annar sem dó á krossi fyrir syndir mannana. Það er enginn annar sem reis upp frá dauðum og sigraði dauðann. Jesú Kristur er sá eini sem hefur gert það. Hann er sá eini sem segist vera sonur Guðs. Hann er sá eini sem er Drottinn!

,, Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemur til föðurins nema fyrir mig." (Jóh.14.6)


 
 
 

Comments


Um Líf í Kristi

Mig langar að leyfa þessari síðu að vera Guði til dýrðar, beina sjónum að fagnaðarboðskap Jesú. Hjálpa fólki að öðlast trú sem færir von, gleði, fegurð og kyrrð í hjarta. Megi orðin og boðskapur á þessari síðu rata í frjósaman jarðveg til vaxtar og þroska.

#lifikristi

Posts Archive

Keep Your Friends
Close & My Posts Closer.

Thanks for submitting!

  • Twitter
  • Facebook
  • Instagram

© 2023 by by Leap of Faith. Proudly created with Wix.com

bottom of page