top of page

Verði þinn vilji

  • Writer: Sólveig Katrín Jónsdóttir
    Sólveig Katrín Jónsdóttir
  • Nov 2, 2021
  • 1 min read

Updated: Apr 9, 2022

Hin djúpa eftirgjöf í trausti

Þú gefur eftir dýpra og dýpra

handan eigin sjálfs

fellur öllu í fullkomnu trausti

Gefst upp fyrir skapara þínum,

víkur algerlega frá

leggur allt í hendurnar á honum

Almættinu

Guði

Alpha og Omega

Upphafið og endirinn.

Leyfir anda hans

að fylla þig

og flæða í gegn.

Tónar í takt við söng

sköpunarinnar.

Þú sem leir jarðar

í mýkt mótast í höndum hans.

Leidd áfram veginn

óttalaus

í faðmi hins æðsta.


SKJ


Comments


Um Líf í Kristi

Mig langar að leyfa þessari síðu að vera Guði til dýrðar, beina sjónum að fagnaðarboðskap Jesú. Hjálpa fólki að öðlast trú sem færir von, gleði, fegurð og kyrrð í hjarta. Megi orðin og boðskapur á þessari síðu rata í frjósaman jarðveg til vaxtar og þroska.

#lifikristi

Posts Archive

Keep Your Friends
Close & My Posts Closer.

Thanks for submitting!

  • Twitter
  • Facebook
  • Instagram

© 2023 by by Leap of Faith. Proudly created with Wix.com

bottom of page