Dýrmæta perlan
- Sólveig Katrín Jónsdóttir
- Nov 2, 2021
- 1 min read
Updated: Apr 9, 2022
Það er gjöf að eiga trú
perla í hafdjúpi
ofin í sandi tímans.
Græðir sár,
og þerrir tár.
Viti sem lýsir leiðina heim,
lýsir upp myrkrið
Skjöldur er sverðin sækja að.
Hlýr faðmur sem yljar.
Æðruleysi gegnum stormviðri lífsins.
Traust í umbreytingunum.
Stólpi sem aldrei haggast,
rótfastur kjarni
skjól sálar
frelsi anda
í eilífðarríki
Guðs
SKJ

コメント