Bæn
- Sólveig Katrín Jónsdóttir
- Nov 2, 2021
- 1 min read
Updated: Dec 13, 2022
Almáttugur faðir
Gerðu mig að verkfæri þínu
Leyfðu þínum heilaga anda að flæða í gegn.
Gerðu mig að hljóðfæri þínu
láttu anda þinn blása í flautu mína
í samhljómi við tóna sköpunarinnar.
Ég er leirinn.
Þú ert skapari minn
Mótaðu mig eftir þínum vilja
ég gef eftir.
Mótaðu huga, hjarta og sál mína með þínum anda
Endurnýjaðu mig í þitt sköpunarverk.
Ég legg líf mitt í þínar hendur
Verði þinn vilji
Amen

Comments