Trú, von og kærleikur
- Sólveig Katrín Jónsdóttir
- Nov 3, 2021
- 1 min read
Updated: Apr 9, 2022
Trúin er dýrmæt perla,
fágæt gjöf sem öllum er gefin,
en ekki allir þiggja.
Gullin er vegur hennar,
von og kærleikur systur hennar.
Þröngur stígur sem leiðir að henni,
sem fáir rata á.
En allir sem leita munu finna,
Allir sem banka mun upplokið verða
Allir sem biðja munu bænheyrðir verða
og fjársjóðurinn er þinn.
SKJ

Comentários