top of page

Jesús er dyrnar

  • Writer: Sólveig Katrín Jónsdóttir
    Sólveig Katrín Jónsdóttir
  • Aug 13, 2022
  • 3 min read


,,Enginn kemur til Guðs nema í gegnum soninn”


Þessi orð komu til mín í sýn og opinberun 15.apríl 2021 og sú reynsla gjörbreytti lífi mínu.

Hún sannfærði mig um að Guð er til og hann er lifandi persónulegur Guð.

Sannleiksandi Guðs, heilagur andi vitnar um Soninn eins og stendur í heilagri ritningu.

Áður var ég djúpt í sjamanisma og var ekki að lesa Biblíuna eða pæla mikið í Jesú Kristi.


Þessi orð Jesú Krists er að finna í Jóhannesarguðspjalli og þar er ritað,, Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið, enginn kemur til Föðurins nema í gegnum mig,” (Jóh. 14.6). Merkingin snertu hjarta mitt og sál og ég fann sannleika Guðs í þeim.


Hvað merkir þetta? Þetta eru sterk skilaboð og boða guðstign Jesú og vald hans yfir allri sköpuninni. Hann kom til að beina brautina til Guðs fyrir alla menn. Jesú er dyrnar eins og hann segir sjálfur.

Þau staðfesta boðskap Jesú um hver Hann er. Hann er sá eini sem er getinn af heilögum anda Guðs og er því bæði að fullu maður og Guð. Eins og Jesú segir sjálfur að hann og Faðirinn erum Eitt. Hann kom í holdið til að birta Guð, þannig að við fáum þekkt hann og getum komið til Hans.


Jesú Kristur er frelsarinn og kom ekki til að dæma heiminn heldur til að frelsa hann. Þurfum við frelsara? Við lítum yfir heiminn í dag og sjáum þjáningu, ljótleika, stríð, ófrið og vanlíðan hjá fólki. Við búum í föllnum heimi. Mennirnir eru breiskir. Við erum öll jöfn í augum Guðs, falleg sköpun hans, með vit til að greina, huga til að hugsa, hjarta til að finna og hendur til að skapa,, en við erum jú öll syndug með frjálsan vilja. Eins og Jesú sagði sjálfur, sá yðar sem syndlaus er kasti fyrsta steininum”. Enginn er réttlátur fyrir Guði, ekki einn. Því fallinn heimur elur af sér synd, og þegar við berum okkur saman við Heilagan Guð, þá erum við svo langt frá honum enda erum við ekki Guð.


Í heilagri ritningu stendur,, enginn maður getur með verkum einum komið til Guðs heldur fyrir náðargjöf Guðs, Jesú Krist. Hann dó fyrir syndir okkar og tók á sig sekt okkar til að við getum nálgast Guð í heilagleika, réttlæti og friði.


Í ríki Guðs er heilagleiki, friður, réttlæti og kærleikur því Guð er kærleikur. Í ríki Guðs er enginn ljótleiki, illska eins og er í heiminum. Því ættum við að skilja það að það komast ekki allir inn í ríki Guðs og í nálægð við dýrð Föðurins eftir þetta líf ef þeir kjósa ekki fyrirgefningu Guðs.


Afhverju er Jesú dyrnar? Jú því hann hvítþvær okkur af syndum okkar þegar við komum til hans er við iðrumst syndar okkar, viðurkennum sekt okkar og fjarlægð við Guð og endurfæðumst í anda. Þannig getur syndari eins og ég og þú komist í dýrðarfaðm heilags Guðs. Hann er sá eini sem getur fyrirgefið okkur. Allir menn geta komið til Guðs hversu syndugir þeir hafa lifað, hversu langt frá Guði. En Guð breytir hjörtu mannanna. Þannig kemur þú til hans eins og þú ert með opið hjarta til að taka á móti þessari gjöf eilífs lífs.


Nákvæmlega eins og þú ert staddur hér og nú.


Jesú Kristur er dyrnar eins og hann segir sjálfur,,


,, Ég er dyr sauðanna.,, Ég er dyrnar. Sá sem kemur inn um mig mun frelsast og hann mun ganga inn og út og finna haga.,, mínir sauðir heyra raust mína og ég þekki þá og þeir fylgja mér. Ég gef þeim eilíft líf og þeir skulu aldrei að eilífu glatast og enginn skal slíta þá úr hendi minni. Faðir minn, sem hefur gefið mér þá er meiri en allir og enginn getur slitið þá úr hendi föðursins. Ég og faðirinn erum eitt.” (Jóh.10.7,27-30)


Jesú stendur við dyrnar og bankar og eina sem við þurfum að gera er að opna dyrnar. Hann bíður eftir þér.


 
 
 

Comments


Um Líf í Kristi

Mig langar að leyfa þessari síðu að vera Guði til dýrðar, beina sjónum að fagnaðarboðskap Jesú. Hjálpa fólki að öðlast trú sem færir von, gleði, fegurð og kyrrð í hjarta. Megi orðin og boðskapur á þessari síðu rata í frjósaman jarðveg til vaxtar og þroska.

#lifikristi

Posts Archive

Keep Your Friends
Close & My Posts Closer.

Thanks for submitting!

  • Twitter
  • Facebook
  • Instagram

© 2023 by by Leap of Faith. Proudly created with Wix.com

bottom of page