top of page

Biblían- umdeildasta ritsafn veraldar

  • Writer: Sólveig Katrín Jónsdóttir
    Sólveig Katrín Jónsdóttir
  • Nov 2, 2021
  • 3 min read

Updated: Apr 10, 2022

Umdeildasta ritsafn veraldar


Margir hafa mikla skoðun á Biblíunni en hafa samt ekki lesið hana. Hversu margir hafa lesið Biblíuna, eða hluta af henni? Nýja testamentið, guðsjöllin?

Því miður er staðreyndin sú að andlegir leitendur leita ekki í ritninguna og það er vel skiljanlegt í ljósi sögunnar. Jafnvel margir sem telja sig kristna hafa aldrei lesið í henni.


Trúarbrögð eru flókin og þegar yfirvald setur ólíkar reglur og regluverk hvernig og hvað er rétt að trúa þá missir kjarninn oft marks. Fólk vantreystir Biblíuna vegna sögunnar og vegna atburða fortíðar, vegna manna sem segjast fylgja henni en eru samt algjör andstæða þess sem trúin boðar.


Kom Jesú til að stofna trúarbrögð? Nei hann kom til að boða leiðina til Guðs, hann kom til að frelsa okkur frá syndinni, gefa okkur náðargjöf sem felst ekki í verkum okkar heldur með trú á hann og þá persónulegt samband milli þín og Guðs. Þegar það samband er komið á þá deyrðu hinum fyrri manni og endurfæðist og lifir í honum og leitast eftir að lifa í réttlæti, sannleika og kærleika. Lifandi trú er umbreytandi og boðar kærleika en um leið leiðbeiningar fólki í gegnum mannlegan breyskleika, því jú öll erum við mannleg, gerum mistök, föllum af leið, hvort sem við trúum á Guð eða ekki.


Að fylgja Jesú ætti ekki að flokkast sem trúarbrögð heldur lifandi samband þitt við Guð. Það er enginn milliliður. Sú gjá sem var milli manns og Guðs var tekin í burtu. Það er fagnaðarerindið. Trúarbrögð hafa verið svo mikið misnotkuð af fallvöltum syndugum mönnum, græðgi, valdi og misnotkun. Allt þetta færir okkar burt frá trúnni og frá Guði. Það er fullkomið plan frá óvininum að draga fólk frá Guði, draga fólk frá sannleikanum, við hættum að treysta og berum mistraust til valdastofnana sem kirkjan þá er orðin. Jesú talar um að við erum kirkjan, fólkið sjálft, sem lifir í Kristi.


Biblían er ekki eitt rit skrifað af einum kirkjunnar manni sem ákvað að stofna trúarbragð. Nei Biblían er samansafn 66 rita í heildina, samansafn af sögu, bréfum, sálmum og ljóðum sem talin eru innblásin af heilögum anda. Elstu ritin eru um talin skrifuð um 1000 fyrir krist og Nýja testamentið frá 55 eftir Krist. Sem er þá 30 árum eftir dauða Jesú skrifað af samtímamönnum hans og lærisveinum þ.e.a.s. guðspjöllin fjögur og svo bréf Páls sem frelsaðist eftir dauða Krist og bróðir Jesú, Jakob, sbr.Jakobsbréf.

Gamla testamentið er ritsafn frá gyðingadómi, saga, lögmál, sálmar og spádómar um Messías, komu Krists.


Þessi bréf og gömlu textar frá samtímamönnum Jesú, dreifast svo um heiminn með postulunum sem dreifa boðskapnum, þrátt fyrir hættu á ofsóknum og að vera drepnir fyrir trú sína. Því það var hættulegt að fylgja Kristi eftir krossfestingu hans. Þessi rit sem dreifðust frá tíð Jesú finnast svo víða í gamla heiminum í gegnum tíðina og eru óbreytt hvort sem textarnir finnast 100 árum seinna eða þúsundum ára seinna. Þau voru álitin heilög orð frá Guði og því talið guðlast að breyta textanum.


Þessir fornu sögulegu textar sem telja svo Nýja testamentið eru mesta sögulega heimild um forn rit og toppa allar fornar heimildir í fjölda, en það hafa fundist nálægt 5600 fornir textar Nýja testamentsins og samanborið hafa einungis fundið 640 bréf Hómers sem voru skrifuð 500 árum eftir hans tíma. Rit um Sókrates eru 190 og Plató 7 rit. Sögulegar heimildir um Jesú toppa alla fornu grísku heimspekingana en samt efast engin um tilvist þeirra.


Þeir sem trúa að fiktað hafi í textanum og honum breytt þá er það ekki mögulegt þar sem þessir 5600 eftirprentanir af frumtextanum halda allir sömu merkingu og hægt er að fara í forna grísku frumprentunina og skoða hvort þýðingin sé rétt. Því vissulega er margar þýðingar í gegnum tíðina frá þessum fornu textum. En merkingin er hin sama.


Jesús var til, hann gekk á meðal okkar. Hann segist hafa verið sonur Guðs. Hvað ef það er rétt? Hvað er hann að boða? Hvað segir Guðspjöllin um orð hans. Er ekki smá forvitnilegt að skoða það án þess að dæma undeilustu rit veraldar fyrirfram?


Biblían er bönnuð í 53 löndum. Er ekki kominn tími til að kanna þessa bók sjálf og lesa sjálf og mynda okkar eigin skoðun ?





 
 
 

コメント


Um Líf í Kristi

Mig langar að leyfa þessari síðu að vera Guði til dýrðar, beina sjónum að fagnaðarboðskap Jesú. Hjálpa fólki að öðlast trú sem færir von, gleði, fegurð og kyrrð í hjarta. Megi orðin og boðskapur á þessari síðu rata í frjósaman jarðveg til vaxtar og þroska.

#lifikristi

Posts Archive

Keep Your Friends
Close & My Posts Closer.

Thanks for submitting!

  • Twitter
  • Facebook
  • Instagram

© 2023 by by Leap of Faith. Proudly created with Wix.com

bottom of page