top of page

Að leita Guðs

  • Writer: Sólveig Katrín Jónsdóttir
    Sólveig Katrín Jónsdóttir
  • Dec 15, 2022
  • 3 min read


Sönn auðmýkt er að gefast upp fyrir Guði og leita hans og það felur í sér iðrun. Með iðrun gefstu upp fyrir Guði þínum mannlega breyskleika, syndum og gefur Guði færi á að gefa þér náð sína og fyrirgefningu. Þetta byggir á fyrsta skrefinu í sambandi við Guð, Skapara þinn. Hann skapaði þig með frjálsan vilja og sönn ást og kærleikur gefur þér rými til að velja Hann sjálfviljug/ur. Þá þarftu að falla því sem stendur á milli ykkar.


Gríska orðið fyrir iðrun (repentance), er orðið metanoia sem merkir breyting á hugarfari, að snúa sér frá, sem merkir grunn umbreyting á hugmyndakerfi hvernig manneskja sér heiminn og sjálfan sig og merkir því nýja leið að elska aðra og Guð. Þetta merkingarbæra orð lýsir vel hvað sönn iðrun felur í sér og hvað gerist í kjölfarið að þú gefur Guði þínar syndir. Ef ekkert breytist í lífi þínu er ekki víst að þú hafir sannarlega gefist upp fyrir Guði. En ef þú hefur úr djúpi sálar þinnar virkilega fundið gjánna milli þín og Guðs og séð eftir breytninni sem veldur henni, þá breytist þú og snýrð frá fyrra líferni þínu. Þannig breytir þessi snerting þín við Guð þér og setur þig í nýtt samband við Skapara þinn.


Páll talar um þessa umbreytingu sem dauða gamla synduga eðlis og endurfæðing í anda og sannleika. Þegar við iðrumst og tökum við náðargjöf Jesú, þá deyjum við með Jesú á krossinum og endurfæðumst með honum í upprisunni. Jesú talar um endurfæðingu í anda þegar hann talar við Nikudemus sem við lesum um í Jóhannesarguðspjalli, hvernig allir verða að fæðast að nýju, endurfæðast í anda. Það er í þessari eftirgjöf sem dauði þess gamla verður raunverulegur og þú verður hvítþveginn og færð að gjöf heilags anda Guðs sem vekur þig til eilífs lífs.


Þannig sjáum við jafnvel dramatíska umbreytingu eins og hjá fyrrum föngum, morðingjum ofl. Hvernig Guð umbreytir huga þeirra og hjartalagi nánast á einni nóttu. Orð Guðs segja í Esekiel,, Ég mun gefa ykkur nýtt hjarta og leggja ykkur nýjan anda í brjóst. Ég mun taka steinhjartað úr líkama ykkar og gefa ykkur hjarta úr holdi.” Þetta er yfirnáttúrulegt verk. Það er eingöngu máttarverk Guðs sem veldur þvílíkum viðsnúningi í lífi einstaklings. Það sýnir hinu sönnu náð sem kemur inn í líf þeirra í kjölfarið á snertingu við Guð. Þetta er gjöf sannrar iðrunar og fyrirgefningar.


Hjá öðrum sem hafa lifað ,,eðlilegu” lífi verður breytingin kannski ekki eins dramatísk, heldur verður innri umbreytingin smátt og smátt sýnileg í verkum, huga og gjörðum einstaklingsins. Jesú segir að af ávöxtunum skulum við þekkja þá. Þeir sem eru í föðurnum, vaxa sem greinar frá honum sem gefur þeim líf og þær greinar bera áxöxt. Hann kallar þá sem hafa fæðst af anda og sannleika að verða ljós heimsins, og salt jarðar, börn Guðs. Ávextir andans eru kærleikur, gleði, friður, langlyndi, gæska, góðvild og trúmennska.


Lifum eftir orði Jesú Krists, fylgjum honum, leitumst eftir að líkjast honum, hinum sanna syni Guðs. Lifum eftir vilja Guðs, og blessun og gleði er að gefast honum einum Konungi sköpunarinnar. Leggjum sjálfshyggjunni og ræktum leið anda og sannleika. Þetta er andleg leið heilagleikans sem Guð kallar okkur til. Við viljum vaxa til Krists sem er hið sanna vaxtatakmark sérhvers manns.


Það er nefnilega andi Guðs sem við fáum að gjöf og þá rætast orð Jesú, að ríki Guðs er innra með þér, heilagur andi hans er sá eini andi sem við viljum hafa innra með okkur, allt annað kastar hann út. Því andinn sem hann gefur okkur er sterkari en andinn sem er í heiminum. Því Jesú Kristur hefur sigrað heiminn.


Ertu tilbúin að snúa við blaðinu, gefast Hinu sanna ljósi heimsins og fylgja vilja Hans? Ganga leið heilagleika?

Viltu vita hvað vilji Hans er fyrir líf þitt? Hann hefur áætlun fyrir hvert og eitt mannsbarn og þegar við förum af okkar eigin vegi á veginn hans þá leiðir Hann leiðir þig að vötnum þar sem þú mátt næðis njóta og hann gefur þér vatn lífsins þannig að þig þyrstir aldrei framar. Hann gefur þér brauð lífsins þannig að þú verður ekki framar svangur. Hann gefur af sínum frið sem er ekki af þessum heimi.

Jesú Kristur er friðarhöfðinginn og hann er einni bæn í burtu.

Megi jólahátíðin tendra frið Jesú Krists í hjörtum ykkar <3

 
 
 

Comments


Um Líf í Kristi

Mig langar að leyfa þessari síðu að vera Guði til dýrðar, beina sjónum að fagnaðarboðskap Jesú. Hjálpa fólki að öðlast trú sem færir von, gleði, fegurð og kyrrð í hjarta. Megi orðin og boðskapur á þessari síðu rata í frjósaman jarðveg til vaxtar og þroska.

#lifikristi

Posts Archive

Keep Your Friends
Close & My Posts Closer.

Thanks for submitting!

  • Twitter
  • Facebook
  • Instagram

© 2023 by by Leap of Faith. Proudly created with Wix.com

bottom of page